Skilmálar og skilyrði

Próftaki skal hafa lokið skólaprófi með fullnægjandi árangri (75%) áður en hann skráir sig til prófs hjá Samgöngustofu.

Skráning í bókleg einka- og atvinnuflugmannspróf í skráningarkerfi er endanleg. Ekki er hægt að breyta skráningu (dagsetningu, tímasetningu eða fagi) eftirá.

Prófgjöld fást ekki endurgreidd eftir að skráningarfrestur í próf er liðinn.

Próftaki þarf ekki að skila inn læknisvottorði geti hann ekki mætt í próf vegna veikinda.

Ekki er hægt að að flytja prófskráningu á milli prófasetna.

Það er á ábyrgð próftaka að kynna sér reglur sem gilda um bókleg einka- og atvinnuflugmannspróf og hlíta þeim sem og að kynna sér leiðbeiningar vegna próftöku í bóklegum einka- og atvinnuflugmannsprófum.

Reglur og leiðbeiningar eru aðgengilegar á heimasíðu og í staðfestingarpósti sem próftaka berst þegar skráning er móttekin.

Vinsamlegast hafið greiðslukort, debet- eða kreditkort við höndina áður en skráningarferli er hafið. Skráningu og greiðslu skal lokið innan 30 mínútna frá því skráningarferli hefst. Próftökum er sérstaklega er bent á að lesa fyrirvara Samgöngustofu hér að neðan áður en skráning er hafin.

ATHUGIÐ: SÉ EKKI GENGIÐ FRÁ GREIÐSLU PRÓFGJALDA Í GREIÐSLUGÁTT BORGUNAR INNAN 30 MÍNÚTNA FRÁ ÞVÍ SÆTI VAR BÓKAÐ FELLUR SKRÁNING NIÐUR OG PRÓFGJÖLD VERÐA ENDURGREIDD. SKRÁNING ER ÓMERK OG ÓGILD MEÐ ÖLLU. EKKI ER HEIMIL PRÓFTAKA SÉ SKRÁNING ÓGILD JAFNVEL ÞÓ KVITTUN HAFI BORIST Í TÖLVUPÓSTI ER GREITT VAR UTAN LEYFILEGS BÓKUNAR- OG GREIÐSLUTÍMA. 30 MÍNÚTUR ERU TALDAR NIÐUR SAMKVÆMT NIÐURTELJARA Á SKRÁNINGARSÍÐU. ENGAR UNDANÞÁGUR ERU VEITTAR FRÁ ÞESSU FERLI. RENNI BÓKUNAR- OG GREIÐSLUTÍMI NIÐUR SKAL PRÓFTAKI HEFJA SKRÁNINGARFERLI UPP Á NÝTT.